Listakonan Gerður Gunnarsdóttir færði Raggagarði listaverk að gjöf og var það afhjúpað 8. ágúst s.l. Athöfnin var passlega fjölmenn en þó nægilega fáir að sögn Braga Þórs Thoroddsen sveitastjóra. Verkið heitir Æska og er það táknrænt fyrir Raggagarð og tilurð hans og nýtur sín vel þar sem það er staðsett. Það var vel passað upp á tveggja metra regluna en á stundu sem þessari var erfitt að faðmast ekki og þakka fyrir sig og samgleðjast eins og við erum vön. Við óskum Vilborgu (Boggu okkar) og Raggagarði innilega til hamingju með afmælið og þetta fallega listaverk. Á næsta ári verður haldið upp á afmælið með pompi og pragt þegar betur árar á landinu okkar.
Opið kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 15:00 virka daga.