Súðavíkurhreppur kynnir breytingu á Aðalskipulagi Súðavíkurhrepps 2018-2030. Um er að ræða breytta landnotkun við Eyrardal 7 úr íbúðasvæði í svæði fyrir verslun og þjónustu. Samkvæmt tillögunni verði heimilt að reisa allt að 8 smáhýsi til útleigu á reit sem var samkvæmt skipulagi ætlað fyrir hesthúsasvæði. Dreifibréfi með upplýsingum um breytta notkun og uppdrátti verður dreift í hús á morgun.
Fh. Súðavíkurhrepps
Bragi Þór Thoroddsen - sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.
Opið kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 15:00 virka daga.