Tjaldsvæði Súðavíkur
Tekið var í notkun glæsilegt tjaldsvæði í Súðavík sumarið 2005. Tjaldsvæði er staðsett ofan til við félagsheimilið og er keyrt inn á svæðið frá innri enda Túngötu.
Útsýnið af tjaldsvæðinu er víðáttumikið og stórbrotið með sjónarhorn á fjallið Kofra í vestur, inn Álftafjörðinn og Kambsnesið í austri, ásamt því að hafa í augsýn á eyjuna Vigur sem er einn vinsælasti ferðamannastaður Súðavíkurhrepps.
Staðreyndir um tjaldsvæði Súðavíkur:
-
Slétt og gróið tjaldsvæði, slegið vikulega.
-
Nýtt þjónustuhús, opið 24 klst á sólarhring, með góðri inniaðstöðu, m.a. tvö salerni með vaski, heitt og kalt vatn.
-
Salerni með sturtuaðstöðu fyrir fatlaða.
-
Skolvaskur með heitu og köldu vatni, þurrkukassar.
-
Næg sorpílát, útiborð og bekkir.
-
Tenglakassar með venjulegum tenglum og 3ja pinna tenglum.
-
Aðstaða til losunar affallsvatns og seyru af ferðavögnum.
-
Stór fjölskyldugarður með fjölda góðra leiktækja í um 5 mínútna göngufjarlægð.
-
Daglegt eftirlit umsjónarmanns og góð umhirða.
-
Um 17 km. frá Súðavík til Ísafjarðar.
GJALDSKRÁ
Gjald fyrir tjald per nótt ....................................kr. 0
Gjald fyrir 12. ára og eldri per nótt:................kr. 1.200
Gjald fyrir yngri en 12. ára per nótt:................kr. 0
Örorku og ellilífeyrisþegar..............................kr. 600
Rafmagn fyrir ferðavagna per sólarhring:. kr. 1.000
Vinsælt hefur verið hjá þeim sem halda ættarmót í Súðavík að taka á leigu félagsheimilið yfir þann tíma sem ættarmótið stendur en félagsheimilið er í um 200 metrar fjarlægð frá tjaldsvæðinu.
Opið er frá 1. júní til 15. sept. ár hvert.
Upplýsingar gefnar í síma 848 7959