mánudagurinn 4. desember 2006

Prófin hafin

Þá er komið að haustprófum hér í Súðavíkurskóla. Próftöfluna getið þið nálgast undir liðnum skrár hér til hliðar. Prófin eru að sumu leyti tekin í hefðbundnum kennslustundum en að öðru leyti á prófdögum.

fimmtudagurinn 23. nóvember 2006

Íţróttahátíđ á Ţingeyri

Nú er spenningur nemenda í 1.-7. bekkjar að nálgast hámark, því að á morgun munu þeir halda til Þingeyrar til keppni í alls kyns óhefðbundnum þrautum.  Meðal þrauta má nefna dýnusipp, pokakast, nefrennsli, boltarennsli möndluspýtingar, blöðrukast, minigolf, millifærslu og bakfærslu.  Dagskráin hefst um kl.  08.40 og stendur til 12.30.  Auk þess sem nemendur keppa innbyrðis, munu þeir etja kappi við kennara í ýmsum greinum.  Það verður því keppni, grín, fjör og læti á Þingeyri á morgun. 

ţriđjudagurinn 14. nóvember 2006

Reyklaus bekkur

Nemendur 7.-8. bekkjar hafa nú undirritað samning þess efnis að þeir ætli sér að vera reyklausir út þetta skólaár og vonandi til frambúðar. Á alþjóðavísu heitir samkeppnin „Smokefree Class Competition", en nánari upplýsingar um keppnina má nálgast á www.lydheilsustod.is. Í ár munu yfir 20 Evrópuþjóðir taka þátt í keppninni. Glæsileg verðlaun í boði en meðal annars getur einn bekkur unnið utanlandsferð fyrir bekkinn næsta vor.

Vefumsjón