mánudagurinn 12. febrúar 2007

Lćrt um fiska

Kyssileg hrognkelsi, veltenntur steinbítur og fróđleiksfúsir krakkar
Kyssileg hrognkelsi, veltenntur steinbítur og fróđleiksfúsir krakkar

Í Súðavíkurskóla reynum við að nota umhverfið eins mikið og kostur er við námið og kennsluna. Nemendur 4. og 5. bekkjar eru að læra um þorkeldið í kvíunum á firðinum framan við þorpið og það sem þar fer fram. Sá mæti maður, Gummi Konn, var svo góður að veiða nokkra fiska og setja þá lifandi í kar fyrir krakkana. Þetta vakti mikla lukku hjá námsfúsum kökkunum sem grandskoðuðu hrognkelsin, steinbítinn og kolann sem í karinu voru. Brátt munu nemendur kryfja þorsk úr eldiskvíunum og meðal annars athuga hvort lifrin í eldisfiskum sé eins stór og haldið er fram. Í vetur munu börnin svo fá að fylgjast með fóðrun þorsksins og gera nokkrar vísindalegar mælingar á vexti hans. Það er alltaf gaman skólanum og ekki er verra að eiga sér velunnara meðal sjómannana við eldiskvíarnar. Afrakstur vinnunnar verður svo kynntur fyrir foreldrum og öðrum "þorpurum" á vormánuðum. 
DH

miđvikudagurinn 7. febrúar 2007

Ţorrablóti frestađ !

Þorrablóti nemenda Súðavíkurskóla sem vera átti á morgun, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Frestunin kemur til sökum veikinda sem hafa haft þau áhrif að æfingar á leikritum og öðrum atriðum hefur ekki verið sem skildi, auk þess sem ekki er vitað hversu margir skila sér fyrir morgundaginn. Við munum tilkynna hér á síðunni þegar ný dagsetning verður ákveðin.
Með þorrakveðju,
kennarar

fimmtudagurinn 25. janúar 2007

Nýjar myndir

Ţetta kallar mađur sniđglímu á lofti !
Ţetta kallar mađur sniđglímu á lofti !

Þá eru komnar nokkrar nýjar myndir inn á vefinn sem þið getið nálgast hér á myndatenglinum. Þar má m.a. finna myndir af Jólagríni, vinavikunni og nokkrar skemmtilegar myndir af glímukynningu sem fram fór þann 5. janúar síðastliðinn.

Vefumsjón