Nýjustu myndasöfnin


Skođa myndasafn
mánudagurinn 9. maí 2016

Vinavika

Í síðustu viku var haldin vinavika, þar sem hver og einn nemandi og starfsmenn hafa dregið nafn vinar úr hatti. Þennan vin gleður viðkomandi með ýmsum hætti t.d. með kortum, myndum og ýmsum öðrum gjöfum. Á fyrsta degi þessarar viku útbúa allir sér barmmerki með fallegum skilaboðum um vináttu og síðasta dag vinavikunnar er ljóstrað upp um hver er vinur hvers og viðkomandi gefur sitt barmmerki. Þessi siður hefur verið haldinn í mörg ár og alltaf jafn skemmtilegur og aldrei of oft kveðið ,, að koma vel fram við hvert annað,,.

miđvikudagurinn 20. apríl 2016

Vorganga 2016

Síðast liðinn fimmtudag 14.apríl brugðum við undir okkur betri skónum og gengum Súðavíkurhringinn sem er 3,5 km. Allir nemendur og starfsfólk Súðavíkurskóla tóku þátt. Flestir fóru hringinn en aðrir fóru veginn og enduðu allir í Raggagarði þar sem borinn var fram morgunmatur í góðu veðri. Endilega njótið myndanna í albúmi sem ber nafnið Vorganga 2016. 

ţriđjudagurinn 15. mars 2016

Árshátíđ Súđavíkurskóla

Árshátíð Súðavíkurskóla tókst glæsilega vel. Allir nemendur skólans tóku þátt í verkinu um konungsdótturina sem ekki gat sofið. Jóhanna Rúnarsdóttir kennari í tónlistardeild skólans sá um útfærslu á tónlistinni í verkinu, kennarar skólans sáu um uppsetningu sviðs og útfærslu sem og alla búninga, auk allra æfinga. Starfsmenn leikskólans sáu um æfingar hjá sínum nemendum. Ég vil þakka öllu þessu frábæra starfsfólki Súðavíkurskóla fyrir þeirra framlag og auðvitað nemendum skólans fyrir hreint út sagt frábærann leik.

Ekki má gleyma að þakka foreldrum sem sáu um kaffihlaðborð að sýningu lokinni. Þar svignuðu borðin af þvílíkum hnallþórum og öðrum kræsingum.  Kærar þakkir til ykkar allra, þið stóðuð ykkur með sóma.

Fleiri fréttir

Vefumsjón