Nýjustu myndasöfnin


Skođa myndasafn
ţriđjudagurinn 23. ágúst 2016

Norrćna skólahlaupiđ 2016

Á morgun miðvikudaginn 24.ágúst ætla nemendur Súðavíkurskóla að fara í Norræna skólahlaupið. Að þessu sinni fara nemendur 8.-9.bekk ásamt umsjónarkennara upp í ,,Skálina góðu,, áleiðis á Sauratinda með nesti og nýja skó:)

Yngri nemendur fara inn að Valagili, ásamt kennurum og einnig með nesti meðferðis.

föstudagurinn 12. ágúst 2016

Innkaupalistar detta út

Enginn innkaupalisti verður gerður fyrir nemendur í Súðavíkurskóla fyrir komandi skólaár. Súðavíkurskóli greiðir fyrir öll hefðbundin námsgögn nemenda, nema skólatöskur og pennaveski. Vonandi verða allir hæst ánægðir með þetta fyrirkomulag sem er komið til að vera.

ţriđjudagurinn 24. maí 2016

Loka dagar í skólanum

Nú styttist í skólaslit Súðavíkurskóla. En áður en það gerist verður farið í sundferð inn í Reykjanes fimmtudaginn 26.maí n.k. Nemendur mæta í skólann á venjulegum tíma og taka með sér sundföt og létt nesti. Hádegismatur verður á staðnum. Föstudagurinn 27.maí er fyrirhuguð útivist en miðað við veðurspá þá erum við með plan B hérna innandyra.  Mánudaginn 30.maí er starfsdagur kennara og frí hjá nemendum. Þriðjudaginn 31.maí eru foreldraviðtöl nánari tímasetning verðu send heim með hverjum nemanda. 

Skólaslit Súðavíkurskóla verða miðvikudaginn 1.júní á sal skólans klukkan 16:00 og eru allir hjartanlega velkomnir.

Fleiri fréttir

Vefumsjón