miđvikudagurinn 6. september 2017

Gróđursetning í Skólaskógi

1 af 4

Í dag, 6. september, skunduðum við upp í skólaskóg í blíðskaparveðri. Í þetta sinn plöntuðum við 134 trjáplöntum í sívaxandi Skólaskóginn. Þó berjaþúfurnar hafi alls staðar freistað tókst okkur þetta á 40 mínútum, rétt í tæka tíð fyrir hádegismatinn sem að þessu sinni var grísagúllas að hætti kokksins. Allir voru sammála um að þetta hafi verið góður dagur.

miđvikudagurinn 30. ágúst 2017

Tónlistarmenn í heimsókn

Nú þegar styttist í Bláberjadaga í Súðavík, sem hefjast á föstudaginn n.k. koma margir tónlistarmenn til Súðavíkur. Við í Súðavíkurskóla erum svo heppin að hafa hann Eggert tónlistarmann innan okkar raða, en hann sem er aðalbláberið á hátíðinni, kemur oft með einhverja tónlistarmenn í heimsókn til okkar og við fáum sér tónleika í skólanum. Að þessu sinni var það Luke frá Main sem spilaði fyrir okkur og allir hæstánægðir með flutninginn, takk fyrir okkur:)

fimmtudagurinn 24. ágúst 2017

Norrćna skólahlaupiđ

1 af 2

 Nú er skólasarf í Súðavíkurskóla nýhafið. Nemendur leik- og grunnskóla brugðu undir sig hlaupaskónum og hlupu Norræna skólahlaupið í dag þ. 24 ágúst. Veðrið hefði ekki getað verið betra, svartalogn og hlýtt. Hluti nemenda hljóp heila 10 km. ásamt skólastjóra á meðan aðrir skokkuðu fimm kílómetra. Börnin eru hress og glöð að hittast eftir að hafa verið í ferðalögum sumarsins og sama má segja um starfsfólkið.

Vefumsjón