mánudagurinn 5. febrúar 2018

Vinningur - Pizzuparty

1 af 3

Nemendur í 1.-4.bekk fengu bókargjöf frá Umerðarstofu þar sem þeir stóðu sig svo vel í jólagetraun stofnunarinnar. Að auki voru þessir nemendur dregnir út úr heildarpotti þeirra sem tóku þátt og unnu sér inn Pizzuveislu ásamt DVD mynd. Umsjónarkennari þeirra sló upp veislunni sl föstudag og var 0.bekk aðsjálfsögðu boðið að vera með. Allir ákaflega þakklátir og hamingjusamir með vinninginn.

ţriđjudagurinn 19. desember 2017

Gleđilega hátíđ

Kæru nemendur, foreldrar og aðrir góðir

 

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Með kæru þakklæti fyrir allt á árinu sem er að líða.

Skólinn byrjar aftur miðvikudaginn 3.janúar klukkan 8:00

 

Starfsmenn Súðavíkurskóla

mánudagurinn 11. desember 2017

Gítarkennara vantar

Okkur í tónlistardeild Súðavíkurskóla vantar gítarkennar við skólann.

Um er að ræða 25% kennslu, miðað við innritaða nemendur. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 2.janúar 2018.

Helstu hæfniskröfur: Tónlistarmenntun eða reynsla af uppeldis-og kennslustörfum með börnum. Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.  Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður. Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.

Umsóknum skal skilað til skólastjóra á netfangið annalind@sudavik.is fyrir 22.desember n.k.

 

Anna Lind Ragnarsdóttir

skólastjóri

 

 

Vefumsjón