mánudagurinn 13. ágúst 2018

Skólasetning Súđavíkurskóla

 

Skólasetning Súðavíkurskóla verður á sal skólans, þriðjudaginn 21.ágúst nk, klukkan 16:00

Allir hjartanlega velkomnir

 

Skólastjóri

ţriđjudagurinn 12. júní 2018

Skólaslit 2018

1 af 3

Súðavíkurskóla var slitið föstudaginn 1.júní sl. Að þessu sinni útskrifuðust fimm nemendur úr 10.bekk og ætla allir að halda áfram í framhaldsskóla næsta haust. Við kveðjum þá með söknuði en óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni. Þá útskrifuðust þrír nemendur úr leikskólanum en þeir hafa verið í 0.bekk í vetur í 11 tímum á viku. Þeir eru því velkunnugir grunnskólanum og vita að hverju þeir ganga. Næsta skólaár eigum við von á fjórum nemendum í 0.bekk. Starfsmenn Súðavíkurskóla óskar öllum nemendum gleðilegs sumars og hlakka til að fá þá hressa og káta í haust. Njótið vel!

ţriđjudagurinn 12. júní 2018

Kartöflugarđar - Skólagarđar 2018

1 af 3

Á loka dögum þessa skólaárs vorum við búin að ákveða að búa til kartöflugarða fyrir nemendur og fjölskyldur þeirra. Allir nemendur og starfsmenn skólans tóku þátt og búnir voru til 25 litlir garðar inn á Melum. Hver garður er merktur nafni/nöfnum nemenda og starfsmanna, þannig að ekki fer á milli mála hver á hvaða garð. Það þurfti að stinga upp, reita órækt í burtu, sem og stórum steinum. Síðan var hægt að setja niður kartöflur og rófur og bera áburð yfir allt saman. Þetta tókst ótrúlega vel, þar sem allir hjálpuðust að og voru glaðir og sáttir við dagsverkið sitt. Í sumar ætlar hver fjölskylda að sjá um sinn garð og spennandi verður að sjá uppskeruna í haust. 

Vefumsjón