Sitemap
TextSizeButtonSmall TextSizeButtonMed TextSizeButtonBig
Valmynd2
lifid
« 2020 »
« MaÝ »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
lifid
Facebook Skolastarfsemi Skolar dagskra
Utgefid efni
sunnudagurinn 19. jan˙ará2020

15. jan˙ar 2020

Lokun S˙­avÝkurhlÝ­ar
Lokun S˙­avÝkurhlÝ­ar
1 af 2

Ágætu íbúar Súðavíkurhrepps.

Síðastliðinn miðvikudag, raunar aðfararnótt miðvikudagsins 15. janúar 2020 var ég ræstur af fulltrúa Almannavarna á norðanverðum Vestfjörðum. Þar sem ég fór óvenju snemma að sofa um kvöldið til þess að vera undirbúinn undir fund sveitarstjórnar hafði ég ekki séð fréttir kvöldsins 14. janúar af atburðum á Flateyri og Suðureyri. 

Það var talsvert óraunverulegt að fá þetta símtal um flóð yfir varnargarðinn á Flateyri og fréttir af óvissu í kjölfar þess að fimm lentu í flóðinu og að mikið eignatjón hafi orðið. Þá sama að þetta hafi verið tvö flóð og að annað hafi valdið flóðbylgju á Suðureyri. Skyggni var ekkert um nóttina og talsverð ófærð í þorpinu hér í Súðavík.

Skilaboðin voru þau frá aðgerðarstjórn á Ísafirði að það væri hættuástand í gamlaþorpinu í Súðavík og að ekki mætti hleypa neinum til vinnu þar og reyna að passa að engin umferð væri lengra en að brú við Eyrardal. Sem sveitarstjóri er ég yfirmaður almannavarna hér í þorpi og þar með hreppnum öllum. Þá er ég í hlutverki í aðgerðarstjórn á Ísafirði en ég átti ekki heimangent þar sem hlíðin var lokuð. Enda nærtækara að ég væri hér ef eitthvað gæti bjátað á hér þrátt fyrir að vita um eigin takmörk. Þá er mikilvægt að þekkja fólkið á staðnum og geta haft samband. 

Ég er ekkert að mála þetta sterkari litum en það er - svona eru hlutirnir og þetta er hugsað öllum hér til heilla og til þess að hafa miðlæga stjórn til þess að hafa eitthvað utanumhald um stjórn á aðstæðum eftir því sem unnt er. Öllum má vera ljóst að hér var allt lokað, bæði Súðavíkurhlið og um Djúp og yfir heiðar þar. Veður var slæmt um nóttina og skyggni ekkert. 

Til þess að draga saman þá atburði sem ég stóð frami fyrir var að ræsa út eitthvað af fólki en ekki að valda neinu óðagoti hér enda ekkert vitað um stöðu mála. Fyrstu aðilar sem ég hringdi í um nóttina, meðan ég var sjálfur að vakna og ná áttum, svöruðu ekki - líklega og vonandi í fasta svefni. Þá var yfirmaður björgunarsveitar sjálfur veðurtepptur en ég gat komist í samband við þá sem voru næstir og kom þar til aðstoð frá manneskju sem ég ræsti út um miðja nótt. Það skipti öllu fyrir mig til að ná sambandi við einhvern til að sinna þessu með mér og koma boðum til þeirra sem voru líklegir til að eiga erindi yfir í gamla þorpið. Þar er jú aðal starfsemi atvinnu sem tengist fiskvinnslu á staðnum og talsvert af starfsfólki átti því eftir að mæta til vinnu í miðri viku. 

Það sem sló mig þó talsvert um nóttina var að ég mundi eftir því að hafa haft af því fregnir daginn áður að fólk væri í gamla þorpinu, í janúar með þessa spá og það ástand sem við stóðum frami fyrir. Það var boðað óvissuástand og lokanir á vegum og skýr fyrirmæli um að enginn ætti að vera á þessum stað þangað til búið væri að meta ástand og snjóalög fyrir ofan gömlu byggðina.

Þetta leystist þó áður en dagurinn fór í gang - búið var að koma þeim sem voru í gamla þorpinu af svæðinu yfir í nýja þorpið þar sem ekki var talin ástæða til þess að gera ráðstafanir. Og við náðum að koma í veg fyrir óþarfa umferð yfir í gamla þorpið, raunar með því að banna fólki að fara til vinnu. Enginn gerir slíkt að gamni sínu eða léttúð. 

Það sem ég vil fara með þessum pistli er að skora á þá sem vita um umferð í þorpinu yfir vetrarmánuði - þ.e. ef einhver er að gista þar yfir nótt utan þess tíma sem það er leyfilegt með vísan í þær takmarkanir sem um gilda. Það er ekki mitt hlutverk, sveitarstjórnar eða annarra hér í þorpi að hafa eftirlit með gömlu byggðinni. Það er hlutverk lögreglu að halda uppi lögum og reglu og koma í veg fyrir slík brot á reglum og afstýra óþarfa hættu.

Það ber að virða þessar takmarkanir enda vita allir hvernig þeir gengu til leiks þegar þeir keyptu eignir í þessum hluta, verð og þjónusta helst í hendur auk þess sem kvöð er á um hversu leyfilegt er að hafa þar næturstað. Ég mun ekki fara í margar kannanir á því hver gistir þar í óleyfi yfir vetrarmánuði en mun koma ábendingum til lögreglu. Það á enginn tilkall til þess að setja aðra í hættu við það að leita og sækja inn á svæðið ef slíkt ástand skapast. Það er algert lágmark að láta vita af sér - melda sig inn og út af svæðinu og víkja þaðan ef spá er með þeim hætti sem var hér sl. vikur.

Þetta er ekki umsemjanlegt og er síst innlegg í það að fá lengdan tíma til að dvelja í gamla þorpinu líkt og erindi bera með sér sem beint hefur verið til Súðavíkurhrepps. Það gengur algerlega gegn öllu þvi sem um gildir og verður síst til þess fallið að vera slíkum erindum til framdráttar. Brot á þessum reglum eru algert virðingarleysi við þá sem hér hafa kosið að búa eftir að byggðin var færð og keypt upp af Ofanflóðasjóði með þeim reglum sem settar voru í kjölfarið.

Hér er ekki fjölmennt lið eða viðbragð til þess að sinna löggæslu og halda uppi þjónustu til þess að tryggja öryggi þeirra sem kjósa að sveigja reglurnar og dvelja í gömlu byggðinni á þeim tíma sem það er forboðið. Þetta megið þið vita þegar Súðavíkurhlíð er lokuð, lokað um Djúp og ekki er flugveður fyrir áætlunarflug, sjúkraflug eða jafnvel þyrlu. Höfnin í Súðavík er ekki skipgeng til þess að koma að neinu sem nokkru nemur ef aðstæður skapast þar sem þarf að bregðast við. 

Það er fundur næstkomandi þriðjudagskvöld kl. 20:00 með þeim sérfræðingum og viðbragðsaðilum sem geta svarað spurningum. Þeir sem hafa ákveðið að dvelja í gömlu byggðinni yfir vetrartímann eru sérstaklega hvattir til að mæta og koma með rök fyrir því að eiga kost á björgum og viðbragði hyggist þeir brjóta gegn reglum um dvöl í byggðinni. 

Mér er frekar óljúft að skrifa svona pistil og mega flestir vita að ég vil frekar skrifa og tjá mig um það sem er ánægjulegt hér á stað og í samfélaginu. Þið öll getið hjálpað til við að það verði þannig áfram og að sjálfsögðu eru nánast allir á því að farsælast er að fara að reglum og meta eigið öryggi ofar afstöðu til þess sem er rétt og rangt. 

Með kærri kveðju,

Bragi Þór Thoroddsen

laugardagurinn 18. jan˙ará2020

Frß Almannav÷rnum - Ve­urstofu og Vegager­inni

Kæru íbúar Súðavíkurhrepps.

Vegagerðin varar við hugsanlegri snjóflóðahættu á Súðavíkurhlíð síðar í dag, laugardaginn 18. janúar 2020.

Búið er að gefa út að óvissistig sé vegna Súðavíkurhlíðar - veginum lokað kl. 23.00 í kvöld og verði í skoðun kl. 8.00 þann 19.1.

Frá Almannavörnum - 112 - Veðurstofu: Óvissustig á norðanverðum Vestfjörðum vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu frá og með klukkan 20:00 í kvöld.

Fylgjast með færð - vegagerdin.is og vedur.is vegna tilkynninga um snjóflóðahættu á Súðavíkurhlíð og annarsstaðar sem slík hætta er möguleg. Væntanlega verða frekari tilkynningar senda út í sms, með tilkynningum eða í fréttum. 

 

 

Súðavíkurhreppur og lögreglustjórinn á Vestfjörðum boða til íbúafunda í kjölfar snjóflóðanna á Flateyri og í Súgandafirði þann 14. janúar 2020. Fundurinn verður haldinn í Súðavíkurskóla þriðjudaginn 21. janúar 2020 og er öllum opinn. Fundur hefst klukkan 20:00 en nánari dagskrá verður auglýst á mánudaginn kemur. 

 

Fundarstjóri verður Rögnvaldur Ólafsson frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, en á fundinum verða m.a. fulltrúi lögreglustjórans og fulltrúar frá eftirfarandi aðilum:

  • Ofanflóðasjóði
  • Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
  • Rauða krossi Íslands
  • Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra
  • Umhverfisstofnun
  • Svæðisstjórn björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Fundurinn er haldinn til þess að taka stöðuna, svara spurningum og greina það sem þarf að bæta og hægt er að bæta varðandi öryggi og viðbragð vegna ofanflóðavár. Einnig til þess að upplýsa um það sem er til staðar og þarf að vera til staðar. Hér gefst tækifæri til þess að ræða þær spurningar sem vakna á þeim tímum þegar hættuástand eða óvissuástand er metið og lokanir hamla samgöngum, aðföngum og björgum. Dagskrá verður sniðin að aðstæðum hér í Súðavíkurhreppi. 

Fundur þessi er haldinn sem liður í fundaferð almannavarna, ríkislögreglu og þeirra aðila sem nefndir eru og verða fulltrúar á fundinum. Fleiri fundir verða haldnir í nágrannabyggðarlögum í Ísafjarðarbæ og annarra sem þess óska. 

Bragi Þór Thoroddsen 

laugardagurinn 4. jan˙ará2020

┴ri­ 2020

Gleðilegt ár kæru íbúar Súðavíkurhrepps og bestu þakkir fyrir liðið ár.

Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst ykkur og fengið að deila með ykkur samfélagi hér í Súðavíkurhreppi. Fjölskylda mín er að koma hér smám saman, við höfum verið tvö af fjórum frá því í haust og vonandi verðum við búsett öll hér frá og með vorinu. Ákvörðun mín um að bjóðast til að starfa hér fyrir ykkur sem sveitarstjóri var tekin án langs aðdraganda og hafði ég í raun gert flest að mínu fólki forspurðu. Við skiptum því með okkur liði í sumar og fram á komandi vor.

Við erum þó öll á því að flest vötn hafi fallið til Dýrafjarðar og raunar lengra yfir í Djúp. 

Það er samdóma álit minnar fjölskyldu, fólks sem hefur sótt mig heim og vísast okkar allra í Súðavíkurhreppi að hér sé gott samfélag, fallegt umhverfi og raunverulega gott að búa hér fyrir vestan. 

Þegar ég flutti í Kópavog árið 1998 lá ljóst fyrir að þar væri gott að búa. Bæjarstjórinn okkar sagði okkur það með eftirminnilegum hætti, að það væri gott að búa í Kópavogi. Löndum og lýð varð það ljóst og að baki lá nokkur alvara. Það var raunar alveg rétt hjá honum og mun ég ekki þreytast á því að halda því á lofti. Það er enda svo að í dag búa þar vel á fjórða tug þúsunda íbúa í samfélagi sem ört vex. Þar er líflegt og skortir þó það sem sligar helst Reykjavík að mínu viti. 

En nú er það vísast mitt að segja það sama hér um Súðavík og Súðavíkurhrepp. Hér er gott að búa og hér ættu fleiri að vera. Samfélagið hér er nú undir hælnum á stjórnvöldum, ráðherra málaflokksins sem ég starfa við - ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála. Við þurfum að vera fleiri hér í byggð segir hann en verða leyst upp ella eða færð öðrum til afnota og stjórnar. Það er óþarft að reyna að sykurhúða það neitt enda stendur enn til að fækka sveitarfélögum á Íslandi og mun sviðsmynd breytast að óbreyttu á árinu 2022 ef þingsályktun fær náð fyrir alþingi. Og það er útlit fyrir að það sé að renna í gegn á yfirstandandi þingi - vorþingi 2020.

Líkt og flest ykkar vita er það sýn ráðuneytisins sveitarstjórnamála að ekkert sveitarfélag skuli hafa færri íbúa en 1000 frá og með vori 2026. Það sé öllum fyrir bestu og í því felist efling byggðar og trygging fyrir sjálfbærni. Þannig var ályktað á aukalandsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í haust, enda hafði ráðherra tryggt að stefnumótun væri þannig undir þing borin. Athygli vekur þó að fækkun sveitarfélaga (eflilng sveitarstjórnarstigsins) verður í þrepum - 250 íbúar árið 2022, 500 árið 2024 og svo 1000 árið 2026.

Þannig er þetta teiknað upp, matreitt fyrir alþingi og stutt samþykki og samráði á vettvangi sveitarfélaga. Og það leiðir til breytinga fyrir líkast til öll sveitarfélög á Vestfjörðum á næstu árum enda eru þau fámenn að Ísafjarðarbæ undaskyldum í skilningi þingsályktunar um stefnumótun fyrir sveitarfélögin. Aðeins Vesturbyggð telur um 1000 íbúa með sameinaða hreppa í farteskinu frá fyrri tíð. Samkæmt samantekt sem unnin var hér í fyrri tíð þótti ekki ákjósanlegur kostur að sameina sveitarfélögin hér fyrir norðan þannig að öllum gagnaðist. Auðvitað er einhver ávinningur af slíku, en hætt er við misskiptingu ávinnings. Ekki síst þegar aðstöðumunur er nokkur þegar kemur að því að semja um stjórnsýslu og þjónustu, misstór sveitarfélög og aðeins pressa á þeim sumum.

En nú er svo búið að alþingi hefur samþykkt að beita Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til verksins og var það samþykkt á lokadegi þings, nú rétt fyrir jól. Jöfnunasjóður mun gera sveitarfélögunum að greiða sjálfum sér útlagðan kostnað við sameiningar og niðurfærslu skulda. Minna er tryggt af fjárlögum ríkis í verkið - raunar fann ég ekkert þar til verksins á fjárlögium fyrir 2020, það kann þó að koma síðar.

Vísast til þykja sumum berin súr í raun, aðeins fallið á silfrið. 

Ekki er mér kunnugt um af hverju þessi þrep eiga að vera fram að 2026 (250,500 og 1000) enda ekki raunhæft neinu sveitarfélagi að taka þetta í skrefum. Hér er þó ekkert nýtt á ferðinni og hefur slíkt verið viðrað áður og sameiningarkostir hafa verið skoðaðir hér með óreglulegu millibili frá ofanverðri síðastliðinni öld. Ráðherra eftir ráðherra hefur haft þetta leynt og ljóst að markmiði en óvíost er um það hversu raunhæft það er að ætla að sú krafa hafi komið frá minni sveitarfélögunum. Þetta eru hagsmunir stærri sveitarfélaga sem finnst þau fái of lítið af Jöfnunarsjóði - samkvæmt minni sannfæringu byggt á því að fennt er yfir ástæður og tilurð Jöfnunarsjóðs við kynslóðaskipti í stjórn sveitarfélaga og þar með sjóðsins sjálfs. 

Samkvæmt því sem fram kemur hjá ráðuneytinu og starfshópi sem skipaður var í aðdraganda að þingsályktuninni hefur samráð verið haft við sveitarfélögin fámennu. Allt að einu er það skilningur minn og flestra þeirra sem starfa fyrir fámenn sveitarfélög að það hafi ekki verið gert. Mín upplifun er raunar hin gagnstæða - að skoðanir og rök minni sveitarfélaga hafi á flestum vettvangi hafi verið virt að vettugi og að engu höfð. Á fundi sem boðað var til í vor af starfshópnum var þetta rætt og kom fram hjá felstum sem þar tjáðu sig að víðtæk mótstaða væri við þessa stefnumörkun og um skilgreiningu sjálfbærs sveitarfélags. En þeir sem tóku saman fundargerðir eftir fundina létu í annað skína.

Þetta var svo geirneglt með samþykki Sambands íslenskra sveitarfélaga í haust, en þar fannst mér og mörgum öðrum að þvingun hafi átt sér stað úr rangri átt. Bera ráðamenn því við að um sé að ræða vegferð sem hafi verið borin undir sveitarfélögin sjálf, að það hafi verið samþykkt af sveitarfélögunum á samstarfsvettvangi þeirra og þá sé aðeins samþykki alþingis eftir. 

Ég vil ekki koma fram sem andófsmaður við ráðagerð Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, en mun þó fylgja eftir því sem ég skynja í samfélaginu hér í Súðavíkurhreppi. Þá mun ég líka fylgja sannfæringu minni og sýn sem ég hef á lög og landsrétt, enda þykir mér aðferðafræðin við þetta allt röng. Ekki síst í ljósi þess að um málaflokkinn allan gildir ákvæði Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Auk þess gilda um sveitarfélög og sjálfsstjórn þeirra evrópusáttmáli um sjálfsstjórn sveitarfélaga, en Ísland hefur innleitt hann og fullgilt og byggja gildandi sveitarstjórnarlög á þeim sáttmála og víða í hann vitnað. Þá byggir sjálfsstjórnarréttur sveitarfélaga á langri stjórnsýsluvenju og hefðhelgaðri stjórnskipan.

Ráðherra og alþingi telja sig vísast geta beytt lögum og þarmeð verði þetta allt saman löglegt á endanum. Um það er ég þó efins, enda er í öllum gildandi rétti vísað í evrópusáttmálann og hann gerir ráð fyrir því að íbúar viðkomandi sveitarélaga séu einir bærir um að taka ákvörðun um framtíðarskipan sína. Það hefur að sjálfsögðu ekki átt sér stað og erfitt að sjá fyrir sér hvernig að því verður staðið ef íbúar sveitarfélags fella sameiningaráform í héraði. Þetta er þó hápólitískt allt saman og ykkar, íbúar góðir, að ákveða á endanum hver afstaða Súðavíkurhrepps verður, þegar og ef til kemur. Allt að einu finns mér ég bregðast sem starfsmaður ykkar, sem framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Súðavíkurhrepps, ef ég ekki skoða stöðu sveitarfélagsins í tíma.

Það er stutt í 2022 í tillit þess að ákvarða framtíðarskipan sveitarfélagsins með samtvinnun við annað eða önnur sveitarfélög. Það er mikið ferli að sameina sveitarfélög svo vel fari, meta stöðuna og taka tillit til þess sem fyrir er og eftir á að standa. Það er engin pólitík í því og ætti að vera eitthvað sem allir íbúar Súðavíkurhrepps ættu að velta fyrir sér og framtíðarsýn á það hver verði staðarmörk sveitarfélagsins og hver fari með stjórn mála hér. 

Ég skrifa þessa kveðju til ykkar á nýju ári - árinu 2020. Ég er bjartsýnn en raunsær á framhaldið hér verði ráðuneytinu ágengt með áform sín í trássi við vilja íbúa. Þetta er ekki mitt að ákveða, en ég er. líkt og ég tek sjálfur til orða, með marga yfirmenn. Þar vísa ég til sveitarstjórnar og ykkar íbúa, útsvarsgreiðenda og allra sem hafa hér hagsmuna að gæta sem eigendur fasteigna, notendur þjónustu, atvinnurekenenda og allra þeirra sem hér eiga rætur.

Fjórðungssamband Vestfjarða tók þetta upp á haustþingi á Hólmavík 25. og 26. október 2019 og var talsvert um málið rætt. Það er raunar skoðun mín að það sé ekki hlutverk slíks sambands að álykta nema öðrum þræði um tilvist og afstöðu til sameiningar sveitarfélaga. Allt að einu var það óhjákvæmilegt þegar málefnið hafði verið tekið fyrir á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Það byggir á skoðun minni á félagarétti - enda eru þessi félög bæði rekin á grundvelli sveitarfélaganna sjálfra og eru þar af leiðandi aðeins til fyrir sveitarfélögin sjálf. En þetta er að sjálfsögðu umdeilanlegt eins og allt - lögin sjálf eru afar sjaldan svarthvít - til eru tvær, þrjár eða fjórar tækar lögfræðilegar leiðir um flest. 

Þrátt fyrir að vera löglærður tel ég mig ekki vita til hlítar hvernig þetta allt getur átt sér stað samkvæmt gildandi rétti eða hvort þeir meinbugir sem ég sé á þessu hafu raunverulega þýðingu. Ýmislegt er hægt í krafti valds og ljóst að 200 manna samfélag má sín lítils gegn löggjafarvaldinu þegar það er knúið áfram af helstu stofnunum framkvæmdavaldsins með fulltingi félaga og stofnana. Samt er ég á því að rétt sé jafnan rétt og rangt sé jafn rangt þó margir kunni að vera á rangri skoðun. 

Ég kalla eftir því að við látum þetta til okkar taka á árinu 2020 á þann hátt sem þið íbúar raunverulega viljið. Þegar þingsályktunartillagan hefur formlega verið afgreidd á alþingi - af eða á - með breytingum eða óbreytt, verður tímabært að fara að meta þá kosti sem staðan býður upp á. Viðrið þetta við kjörna fulltrúa, ræðið á heimilum og vinnustöðum og umfram allt beint og óbeint við mig eftir því sem ykkur þykir viðeigandi. Ég er oftast til viðtals við ykkur öll þegar þið óskið eftir því. 

Ár 2020 verður ár framkvæmda hér í Súðavíkurhreppi, bæði í viðhaldi eigna og byggingu húsnæðis. Tíminn leiðir það svo í ljós hvort hér rísi iðja inn á Álftafirði og þá hvaða áhrif það hefur á samfélagið. Uppbygging atvinnu þarf að vera stöðug og á fleiri en einu sviði og íbúum hreppsins öllum til góðs. 

Megi árið 2020 færa ykkur öllum gæfu, vera áhugavert og gott í minningunni. 

Bestu kveðjur,

Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri

 

 

mßnudagurinn 30. desemberá2019

Gle­ilegt ßr

Súðavíkurhreppur óskar íbúum sínum og landsmönnum öllum gleðilegs árs!

Áramótabrennan í Súðavík hefst að þessu sinni  kl. 20.30 

Sjáumst glöð á brennunni og svo á nýju ári!

mi­vikudagurinn 25. desemberá2019

Jˇlakve­ja

1 af 3

Gleðilega hátíð kæra fólk.

Vil nota tækifærið á þessum miðli til þess að óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Það eru ekki margir dagar eftir af árinu og hefur tíminn fyrir mína parta liðið hratt hér í Súðavíkurhreppi. Það hefur verið líflegt og ýmislegt að gerast og því auðvelt að missa sjónar á tíma þegar mikið er um að vera. 

Frá 1. maí hefur mér auðnast að fá örlitla innsýn í skemmtilegt samfélag hér sem státar af fjölbreyttu þjóðerni og ólíkum bakgrunni. Ég stend í þeirri trú að það sé í senn dýrmæt auðlynd að fá fólk með ólíkan bakgrunn saman en um leið áskorun í því að reka hér sveitarfélag. Við lærum hvert af öðru, nýja siði og ný sjónarhorn. 

Aðfangadagur 24. desember 2019 var einstaklega fallegur dagur hér í Súðavík fyrir mig, aðkomumanninn. Jólaandinn nær okkur og ég hafði það á tilfinningunni að það væri ákjósanlegt að fanga augnablikið hér til þess að setja í pistil eða fréttir hér úr hreppnum. Skrapp á Langeyri og tók upp símann eins og oft áður og smellti af nokkrum myndum. Ég var á þeirri skoðun að það væri raunverulega eitthvað sérstakt við þennan dag öðrum fremur. 

Hver sem við erum eða hvaðan sem við komum þá eru jólin yfirleitt sérstakur tími enda þáttaskil varðandi það þegar myrkrið fer að víkja fyrir degi. Samspilið er það sem gerir þetta allt athyglisverðara en dags daglega og kannski eins og tilbreytingin í daglegu amstri. 

Með kærri kveðju,

Bragi Þór Thoroddsen  

 

Opnunartími Skrifstofunnar og Íslandspósts um jól og áramót 

Skrifstofan verður lokuð milli jóla og nýárs.

Opnunartími Íslandspóst verður sem hér segir:

23.des = 10-12 og 13-15

24.des = lokað

27.des = 10-12

30.des = 10-12

31.des = lokað

01.janúar = lokað

 

Súðavíkurhreppur

■ri­judagurinn 10. desemberá2019

S˙­avÝkurhlÝ­ 10. desember 2019 - lokun

Að höfðu samráði við lögregluna á Vestfjörðum og Vegagerðina verður Súðavíkurhlíð lokað núna kl. 18:30, en skilyrði til aksturs eru slæm vegna vindhraða, blindu og vindáttar.

Þá eykst hætta á ofanflóðum í þeim skilyrðum sem nú eru uppi.

 

 

mßnudagurinn 9. desemberá2019

Almannavarnir - ve­ur og fŠr­ ß Vestfj÷r­um.

Samkvæmt facebook síðu lögreglunnar á Vestfjörðum er óvissustigi lýst yfir vegna veðurspár og er það samkvæmt samráði allra lögregluumdæma landsins. Ekkert ferðaveður verður á Vestfjörðum á morgun, hvorki innan né utanbæjar. 

Gert er ráð fyrir að vegir muni lokast þegar veðrið nær hámarki og er það spá að það verði frá og með hádegi þó eitthvað sé það óljóst. Fólk er hvatt til þess að kynna sér nánar veðurspá og færð á vegum. Þá hefur Vegerðin gefið út hugsanlega snjóflóðahættu á Súðavíkurhlíð á morgun. 

Fólk er hvatt til þess að huga að lausum munum utandyra og reyna að tryggja að ekki verði tjón af völdum foks, hvorki á lausamunum eða því sem fyrir kann að verða, húsum eða fólki. Eigendur skipa og báta eru hvattir til að huga að þeim í höfnum á svæðinu. 

Bent er á facebook síðu lögreglunnar á Vestfjörðum, www.facebook.com/Almannavarnir/  veðrið á www.vedur.is og færð á vef Vegagerðarinnar - www.vegagerdin.is og almennar upplýsingar á textavarpi á www.textavarp.is 

Gert er ráð fyrir að skólahald verði með hefðbundnum hætti fyrir hádegi en foreldrum er bent á að fylgjast með veðri, skólinn verður að óbreyttu opinn í fyrramálið en taka verður mið af veðri og því hvenær það kann að breytast. 

 

English:  The National Commissioner of the Icelandic Police in association with the District Commissioner in Iceland declares an uncertainity phase due to weather forecast from the Meterological Office of a violent storm with hurricane force winds in all areas in Iceland. Travel advisory for all areas is in effect. Uncertainity phase/level is characterized by an event which has already started and could lead to a threat to people, communities or the environment. Please check out further information at the homepages of the National police and the Civil Protection at www.facebook.com/Almannavarnir - weather forecast at www.vedur.is and travel information at Public Roads Administration at www.vegagerdin.is 

 

sunnudagurinn 24. nˇvemberá2019

Uppbygging Ý S˙­avÝk

Haldinn var auka sveitarstjórnarfundur í sveitarstjórn Súðavíkurhrepps fimmtudaginn 21. nóvember 2019.

Á fundinum var m.a. staðfest tillaga 6. fundar skipulags-, byggingar-, umhverfis- og samgöngunefndar um uppbyggingu húsnæðis í Súðavík. Samkvæmt tillögu nefndarinnar er fyrirhuguð bygging fimm íbúða raðhúss á lóð Grundarstrætis 5-7-9 (en lóðin er skipulögð fyrir m.a. fjölbýli í gildandi deiliskipulagi). Hrafnshóll ehf. mun standa að byggingu húsnæðis í samvinnu við Súðavíkurhrepp. Mun Súðavíkurhreppur kosta byggingu þriggja íbúða, 3ja og 4ja herbergja, þær stærri um 90 m2. Mun Hrafnshóll ehf. eiga og reka tvær íbúðir í óhagnaðardrifnu leigufélagi. 

Kynning á áformum þeirra Hrafnhólsmanna frá því í haust var miðuð við Grundarstræti ofan við stjórnsýsluhús, en frá þeim áformum var fallið, að höfðu smráði Hrafnshóls ehf., byggingafulltrúa og nefndarmanna. Er það einkum vegna þess að húsin er á einni hæð, en gert er ráð fyrir tveggja hæða húsum ofanvert í Grundarstræti. Það hefi haft í för með sér að breyta hefði þurft deiliskipulagi, en það tekur tíma og því mátt búast við að skipulag hefði ekki veirð klárt fyrr en í sumar. 

Lagt er upp með uppbyggingu húsnæðis sem fellur að þeirri reglugerð sem kynnt var í haust um uppbyggingu á svolkölluðum köldum svæðum á landsbyggðinni, einkum þar sem engin eða lítil uppbygging hefur verið undanfarin ár.  Ásmundur Einar Daðason ráðherra hefur haft forgöngu um að standa að þeim breytingum á útlánareglum Íbúðalánasjóðs og reglugerðarbreytingu sem tekur mið af því að jafna byggingarkostnað með framlögum frá ríkinu. 

Fyrirhuguð bygging mun þarfnast grenndarkynningar þar sem aukning er um tvær íbúðir á byggingareitnum, en deiliskipulag gerir ráð fyrir þremur íbúðum. Heildarstærð byggingar er þó ekki umfram það sem skipulagið leyfir. Að því gefnu að unnt sé að gefa út byggingaleyfi fyrir áformaðri byggingu munu framkvæmdir hefjast hið fyrsta, en verktakar bíða raunar eftir því að geta hafist handa til þess að geta tekið grunn fyrir veturinn (það er að segja áður en hann verður raunverulegur).

Áformað er að mæta útgjöldum vegna uppbyggingar með sölu á fasteignum í eigu Súðavíkurhrepps, enda á hreppurinn orðið talsvert af húsnæði, bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Að öðru leyti mun fjármögnun verða með láni frá Íbúðalánasjóði. Hvort heldur sem er mun uppbygging húsnæðis ekki hafa veruleg áhrif á afkomu hreppsins, en fjármögnun verður í formi lántöku að hluta. Tíminn mun svo leiða í ljós hvort Súðavíkurhreppur komi til með að eiga og reka húsnæðið að fullu eða hvort íbúðir verði seldar á frjálsum markaði. Rekstur fasteigna mun verða í hlutafélagi.

Það er full ástæða til að gleðjast yfir því að uppbygging hefjist í Súðavík hér á vetrarmánuðum, enda vöntun á hentugu húsnæði, bæði til leigu og kaups. Kappkostað er að uppbygging taki skamman tíma og er gert ráð fyrir að húsnæði verði klárt til afhendingar í vor, í byrjun maí 2020. 

Frekari kynning á útliti og hönnun verður kynnt hér á síðunni þegar grenndarkynningu er lokið og tilskilin leyfi hafa verið gefin út. Ég tel að það beri að fagna því að ráðist verði í þessa uppbyggingu enda ljóst að talsverð tálmun er í því að byggja upp atvinnu í Súðavík meðan ekki fæst húsnæði fyrir þá sem vilja koma hér til þess að búa og vinna. Því hefur verið haldið á lofti undanfarna mánuði að fleiri þurfi að búa í sveitarfélögum til þess að tryggja tilvist þeirra að lögum. 

Kær kveðja,

Bragi Þór Thoroddsen 

Eldri fŠrslur
Vefumsjˇn