miðvikudagurinn 18. maí 2016
Vinnuskólinn í Súðavík sumrið 2016
Vinnuskólinn í Súðavík mun hefjast mánudaginn 13. júní nk. og stendur í fjórar eða fimm vikur, fer eftir verkefnastöðu sumarins og fjölda þeirra sem sækja um.
Rétt til vinnu í Vinnuskólanum hafa unglingar sem fæddir eru 2000 – 2003.
Unglingar fæddir 2003 hafa rétt til vinnu í allt að fjóra klst. á dag.
Þeir sem uppfylla ofangreind skilyrði og hafa áhuga á að starfa í Vinnuskólanum í sumar, vinsamlegast skráið ykkur á þar til gerð umsóknareyðublað sem eru á heimasíðu Súðavíkurhrepps www.sudavik.is og á skrifstofu Súðavíkurhrepps fyrir þriðjudaginn 3. júní.