Sitemap
TextSizeButtonSmall TextSizeButtonMed TextSizeButtonBig
Valmynd2
lifid
« 2020 »
« Júlí »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
lifid
Facebook Skolastarfsemi Skolar dagskra
Utgefid efni
sunnudagurinn 24. nóvember 2019

Uppbygging í Súđavík

Haldinn var auka sveitarstjórnarfundur í sveitarstjórn Súðavíkurhrepps fimmtudaginn 21. nóvember 2019.

Á fundinum var m.a. staðfest tillaga 6. fundar skipulags-, byggingar-, umhverfis- og samgöngunefndar um uppbyggingu húsnæðis í Súðavík. Samkvæmt tillögu nefndarinnar er fyrirhuguð bygging fimm íbúða raðhúss á lóð Grundarstrætis 5-7-9 (en lóðin er skipulögð fyrir m.a. fjölbýli í gildandi deiliskipulagi). Hrafnshóll ehf. mun standa að byggingu húsnæðis í samvinnu við Súðavíkurhrepp. Mun Súðavíkurhreppur kosta byggingu þriggja íbúða, 3ja og 4ja herbergja, þær stærri um 90 m2. Mun Hrafnshóll ehf. eiga og reka tvær íbúðir í óhagnaðardrifnu leigufélagi. 

Kynning á áformum þeirra Hrafnhólsmanna frá því í haust var miðuð við Grundarstræti ofan við stjórnsýsluhús, en frá þeim áformum var fallið, að höfðu smráði Hrafnshóls ehf., byggingafulltrúa og nefndarmanna. Er það einkum vegna þess að húsin er á einni hæð, en gert er ráð fyrir tveggja hæða húsum ofanvert í Grundarstræti. Það hefi haft í för með sér að breyta hefði þurft deiliskipulagi, en það tekur tíma og því mátt búast við að skipulag hefði ekki veirð klárt fyrr en í sumar. 

Lagt er upp með uppbyggingu húsnæðis sem fellur að þeirri reglugerð sem kynnt var í haust um uppbyggingu á svolkölluðum köldum svæðum á landsbyggðinni, einkum þar sem engin eða lítil uppbygging hefur verið undanfarin ár.  Ásmundur Einar Daðason ráðherra hefur haft forgöngu um að standa að þeim breytingum á útlánareglum Íbúðalánasjóðs og reglugerðarbreytingu sem tekur mið af því að jafna byggingarkostnað með framlögum frá ríkinu. 

Fyrirhuguð bygging mun þarfnast grenndarkynningar þar sem aukning er um tvær íbúðir á byggingareitnum, en deiliskipulag gerir ráð fyrir þremur íbúðum. Heildarstærð byggingar er þó ekki umfram það sem skipulagið leyfir. Að því gefnu að unnt sé að gefa út byggingaleyfi fyrir áformaðri byggingu munu framkvæmdir hefjast hið fyrsta, en verktakar bíða raunar eftir því að geta hafist handa til þess að geta tekið grunn fyrir veturinn (það er að segja áður en hann verður raunverulegur).

Áformað er að mæta útgjöldum vegna uppbyggingar með sölu á fasteignum í eigu Súðavíkurhrepps, enda á hreppurinn orðið talsvert af húsnæði, bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Að öðru leyti mun fjármögnun verða með láni frá Íbúðalánasjóði. Hvort heldur sem er mun uppbygging húsnæðis ekki hafa veruleg áhrif á afkomu hreppsins, en fjármögnun verður í formi lántöku að hluta. Tíminn mun svo leiða í ljós hvort Súðavíkurhreppur komi til með að eiga og reka húsnæðið að fullu eða hvort íbúðir verði seldar á frjálsum markaði. Rekstur fasteigna mun verða í hlutafélagi.

Það er full ástæða til að gleðjast yfir því að uppbygging hefjist í Súðavík hér á vetrarmánuðum, enda vöntun á hentugu húsnæði, bæði til leigu og kaups. Kappkostað er að uppbygging taki skamman tíma og er gert ráð fyrir að húsnæði verði klárt til afhendingar í vor, í byrjun maí 2020. 

Frekari kynning á útliti og hönnun verður kynnt hér á síðunni þegar grenndarkynningu er lokið og tilskilin leyfi hafa verið gefin út. Ég tel að það beri að fagna því að ráðist verði í þessa uppbyggingu enda ljóst að talsverð tálmun er í því að byggja upp atvinnu í Súðavík meðan ekki fæst húsnæði fyrir þá sem vilja koma hér til þess að búa og vinna. Því hefur verið haldið á lofti undanfarna mánuði að fleiri þurfi að búa í sveitarfélögum til þess að tryggja tilvist þeirra að lögum. 

Kær kveðja,

Bragi Þór Thoroddsen 

Vefumsjón