mánudagurinn 26. september 2016
Tilkynning frá Heilbrigðiseftirlitinu til íbúa Súðavíkur - Uppfært.
Við könnun á neysluvatni fundust saugerlar(E. coli) í neysluvatninu. Tilkynning þessa efnis barst sveitarfélaginu nú í morgun.
Af þessum sökum eru íbúar Súðavíkur beðnir um að sjóða allt neysluvatn í varúðarskyni.
Ráðgert er að önnur sýnataka fari fram eftir hádegi, þann 26. sept. Niðurstaða úr þeirri sýnatöku mun gefa gleggri mynd af málinu. Í kjölfarð verður skilaboðum og leiðbeiningum komið á framfæri íbúa.
Frekari upplýsingum verður komið á framfæri á þessum vettvangi.
Sveitarstjóri