Sitemap
TextSizeButtonSmall TextSizeButtonMed TextSizeButtonBig
Valmynd2
lifid
« 2020 »
« ┴g˙st »
S M Ů M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          
lifid
Facebook Skolastarfsemi Skolar dagskra
Utgefid efni
mi­vikudagurinn 28. septemberá2016

Tilkynning - engin mengun Ý vatnsveitu S˙­avÝkur

                                                                                                                  

Í upphafi vikunnar barst tilkynning frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða um að E. coli mengun hefði fundist í vatnssýni við hefðbundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.

Í kjölfarið sendi sveitarfélagið út tilkynningu til að gæta fyllstu varúðar og öryggis um að nauðsynlegt væri að sjóða neysluvatn á meðan mengunin væri rannsökuð betur og komið í veg fyrir hana. Þá óskaði sveitarfélagið eftir því að seinni sýni yrðu tekin víðavegar um bæinn, í gömlu byggð Súðavíkur og þeirri nýrri.

Í morgun leiddu seinni sýni í ljós að enga mengun er að finna í vatnsveitu Súðavíkur. Ljóst er að mengunin var staðbundin og hefur þegar verið brugðist við henni. Verður fylgst með staðnum í kjölfarið með tilliti til þessa.

Vatnsveita Súðavíkur sækir neysluvatn úr borholu og hefur í gegnum tíðina mælst í miklum gæðum. Þar hefur aldrei mælst mengun.

Síðustu dagar hafa verið afar lærdómsríkir fyrir sveitarfélagið. Sveitarfélagið tók þá ákvörðun að senda hiklaust út tilkynningu varðandi mögulega mengun, þó svo um væri að ræða staðbundið fyrra sýni. Það gerir sveitarfélagið öðru fremur af ábyrgð við íbúa og fyrirtæki á svæðinu.

Þá hafa síðustu dagar einnig leitt ljós hversu skilvirku og góðu eftirliti Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða sinnir. Það er mikið öryggi fólgið í því að hafa virkt eftirlit með grunnstoðum samfélags, eins og vatnsveita er. Síðastu dagar hafa leitt í ljós að það eftirlit virkar vel í Súðavík.

Pétur G. Markan
sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.

Vefumsjˇn