föstudagurinn 14. júlí 2017
Súðavíkurhreppur styrkir söfnunina Vinátta í verki
Mannskæðar náttúruhamfarir, jarðskálfti og flóð, skóku vesturströnd Grænlands þann 18 júní. Manntjón og mikið eignatjón varð í hamförunum.
Unfarið hefur söfnun farið fram á meðal sveitarfélaga Íslands, Vinátta í verki, að undirlagi Hrafns Jökulssonar, sérlegrar vináttubrúar þessara tveggja frændþjóða. Flest íslensk sveitarfélög hafa lagt þar fram fjárstuðning.
Súðavíkurhreppur hefur ákveðið að styrkja söfnunina um 100 þús. kr. - og um leið sendir sveitafélagið Grænlendingum hugheilar óskir um skjóta endureisn og samúð í þeirri sorg sem nú ríkir.