mánudagurinn 3. nóvember 2014
Samningur um vetrarþjónustu í Súðavík undirritaður.
Samningur um vetrarþjónustu í Súðavík var undirritaður dögunum við Tígur ehf. Tígur ehf mun því sjá um mokstur á götum Súðavíkur í vetur og tryggja um leið að ávallt sé fært innan bæjar yfir vetrartímann.
Það var sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og Jónas Jónbjörnsson, fyrir hönd Tígurs, sem undirrituðu samninginn.