þriðjudagurinn 8. desember 2015
Óveður fram eftir degi.
Veðrið á að ganga niður þegar líður á daginn. Súðavíkurhlíð er lokuð og verður tilkynnt um opnun hennar hérna á síðunni.
Súðavíkurskóli lokaður, enda er ennþá varúðarstig yfir öllu landinu frá ríkislögreglustjóra.
Rafmagni er skammtað á þorpið. Gamlar þorpið okkar hefur verið rafmagnslaust frá ellefu í gærkvöld, sem og stjórnsýsluhúsið og fleiri byggingar. Ástæðan er að ekki er hægt að keyra á fullu varaafli, sökum framkvæmda hjá OV.
Brýnt er að fólk fari ekki á stjá og ferð nema af allra brýnustu nauðsyn.
Stjórnsýsluhúsið er lokað, vegna rafmagnsleysis. Húsið verður opnað um leið og rætist úr því.
Þá er Súðavíkurskóli einnig rafmagnslaus.