Sitemap
TextSizeButtonSmall TextSizeButtonMed TextSizeButtonBig
Valmynd2
lifid
« 2020 »
« Júlí »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
lifid
Facebook Skolastarfsemi Skolar dagskra
Utgefid efni
fimmtudagurinn 16. apríl 2020

KĆRU SÚĐVÍKINGAR

Enn er í gildi samkomubann í Súðavíkuhreppi líkt og norðanverðum Vestfjörðum öllum, þar sem fjöldatakmark er við fimm manns.  Þetta á við um börn og unglinga líka.  Engum er þetta létt þó auðvitað sé okkur mis-auðvelt að láta hefta okkur þannig.  En þessi höft hafa tilgang og ofar öllu er þar velferð okkar allra og heilsa.  Þetta er okkur öllum fyrir bestu -  þrátt fyrir að það sé ekki alltaf sýnilegt þegar á hólminn er komið.  Og kannski ekki auðveldast að stritast við að sitja þegar vorið bankar upp á, veðrið verður betra til útivistar og sólin skín.

Þrátt fyrir að yfirvöldin – Þríeykið – Alma, Þórólfur og Víðir, hafi gefið út að líklegast verði slakað á einhverju frá og með 4. maí 2020 er talsvert langt í það tímamark.  Þróun mála hér á Vestfjörðum er með öðru móti en hefur verið á landsvísu, en tölfræðin er okkur þungt hvað varðar smit og afleiðingar.  Við þurfum því öll að standa saman í því að halda í heiðri allt það sem okkur er uppálagt af yfirvöldum hér.  

Á Vestfjörðum höfum við okkar eigið fólk sem gegnir hlutverki Almannavarna og sóttvarna. Okkar eigið þríeyki og meira en það. Karl Ingi lögreglustjóri fer þar fyrir ásamt Hlyn Hafberg, Andri og Súsanna læknar eru fyrir heilbrigðisstéttina, Gylfi og Svavar Þór fyrir HVEST og Sigurður Arnar fyrir slökkviliðið og sjúkraflutninga, Halldór Óli fyrir björgunarsveitirnar og Bryndís fyrir Rauða Krossinn. 

Í eldlínunni er bæjarstjórinn í Bolungarvík - Jón Páll, sem hefur þurft að standa í víðtækum aðgerðum með sínu fólki til þess að reyna að hefta útbreiðslu sýkinga og tryggja velferð íbúa í Bolungarvík. Þá er nýkominn bæjarstjóri - Birgir, með erfitt hlutverk í byrjun síns tímabils í nýju sveitarfélagi.  Í Súðavíkurhreppi er sveitarstjóri meira á hliðarlínunni, enn sem komið er, varðandi afleiðingar Covid-19. Allt að einu eru afleiðingar samkomubanns og annarra hafta að hafa afleiðingar hér í Súðavíkurhrepppi líkt og annars staðar á landinu.

Fjölmargir aðrir standa að þessu - hafa hlutverk í Almannavörnum - og þrátt fyrir að við séum öll almannavarnir verður ekki sagt annað en að þetta ástand mæði mismikið á okkur. Stöndum því saman sem almannavarnir - öll sem eitt, við í Súðavíkurhreppi með Vestfjörðum og landinu öllu - þannig að þessir erfiðu tímar verði ekki erfiðari en þörf er á vegna þess að við slökum of mikið á og of snemma. 

Almannavarnir eru keðja, en hún verður aldrei sterkari en veikasti hlekkur hennar.

Með vinsemd og virðingu,

Bragi Þór Thoroddsen,

sveitarstjóri Súðavíkurhrepps - fulltrúi almannavarna í Súðavíkurhreppi

Vefumsjón