laugardagurinn 28. maí 2016
Hreinsunardagur Geisla sunnudaginn 29. maí
Hreinsunardagur Geisla verður í Súðavík á morgun, sunnudaginn 29. maí.
Safnast saman við skólann kl. 10:30 og þaðan skipulagt hreinsunarátak um fallega þorpið okkar.
Eftir gott átak og hressandi hreinsun verður boðið upp á grillaðar pulsur og eitthvað svalandi á tjaldsvæðinu.
Meðfram þessari hreinsun verður bæjarbíllinn á ferðinni með kerru og ætlar að taka upp garðúrgang frá görðum í vorsnyrtingu.
Tökum til hendinni, finnum græna fingurinn, fegrum umhverfið og verum saman.