Sitemap
TextSizeButtonSmall TextSizeButtonMed TextSizeButtonBig
Valmynd2
lifid
« 2020 »
« J˙lÝ »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
lifid
Facebook Skolastarfsemi Skolar dagskra
Utgefid efni

Kæru íbúar Súðavíkurhrepps.

Líkt og fram kemur á vef Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða (HVEST) eru boðaðar hertar aðgerðir vegna COVID-19 m.a. í Súðavíkurhreppi. Vísast til fréttar á vef hvest.is. Aðgerðir voru boðaðar í dag, 5. apríl 2020, en lokun leikskóla á að taka gildi frá og með morgundeginum, 6. apríl 2020. 

Samkvæmt því sem þar er boðað er óhjákvæmilegt að loka leikskólanum í Súðavík, en grunnskóli er kominn í páskafrí. Lokun mun vara um óákveðinn tíma. Segir m.a. á vefnum:  

Í ljósi nýrra smitrakninga á norðanverðum Vestfjörðum hefur aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum í samráði við sóttvarnalækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ákveðið að bregðast enn frekar við COVID-19 á Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og Súðavík með hertum aðgerðum, eins og hér greinir:

  • Leik- og grunn­skól­um á Suðueyri, Flateyri, Þingeyri og Súðavík verði lokað frá og með morg­un­deg­in­um 6. apríl 2020. Þó skulu börn á for­gangslist­um fá vist­un á leik­skól­um og 1. og 2. bekkj­um grunn­skóla.
  • Sam­komu­bann verði miðað við 5 manns (þetta á þó ekki við um fjöl­skyld­ur sem búa á sama heim­ili).
  • Fjöldi viðskipta­vina í stærri versl­un­um (>150 fer­metr­ar) sé að há­marki 30 á hverj­um tíma.

Hvatt er til þess að fólk haldi sig heima, haldi sam­skipta­fjar­lægð, tak­marki ferðir og fylgi leiðbein­ing­um yf­ir­valda.

Þeim vinnu­stöðum eða hóp­um sem telja sig þurfa und­anþágu er bent á að sækja um slíkt hjá heil­brigðisráðuneyt­inu.

Fimm ný smit komu upp á síðasta sólhring og tengjast þau öll norðanverðum Vestfjörðum. Smitrakning stendur yfir og beðið er niðurstöðu nokkurs fjölda sýna sem tekin hafa verið.

Hafa ber í huga öll framangreind atriði er varða samkomur og takmarkanir á fjölda í verslunum og samkomum, enda sækja íbúar hreppsins talsvert sína þjónustu til Ísafjarðarbæjar. Allar sömu takmarkanir eiga við þar er en þó með þeim formerkjum sem eiga við eftir byggðarkjörnum.  

Þeim sem hafa spurningar vegna þessa er bent á að hafa samband, eftir atvikum, við Lögregluna á Vestfjörðum - yfirstjorn-lvf@logreglan.is og á facebooksíðu Lögreglunnar á Vestfjörðum. 

Líkt og annars staðar á landinu breytist staðan dag frá degi varðandi einstaka sveitarfélög, enda eru smitrakningar virkt úrræði sem virðist vera að virka vel á landsvísu. Því er mikilvægt að allar boðaðar aðgerðir séu virtar hvað varðar samkomubann og annað það sem kann að breytast hér frá og með morgundeginum. 

Allar upplýsingar eru uppfærðar á síðunni covid.is og er bent á upplýsingar sem birtar eru þar varðandi stöðun frá degi til dags. Upplýsingar fyrir svæðið eru uppfærðar á síðu HVEST á hvest.is.

Verslun hér í Súðavík - Kaupfélagið - er að taka mið af breyttu fyrirkomulagi og er þeim sem þar eiga leið um bent á að einnig er unnt að fá heimsent. Hægt er að panta vörur gegnum sms (837 2800) eða með tölvupósti á info@margfaetlur.is. Einnig má finna Kaupfélagið Súðavík á facebook. 

Undirritaður hefur kappkostað að hafa samband vegna þeirra aðgerða sem nú eru boðaðar á svæðinu og ætla má að flestum sem þetta varðar beint, venga atvinnu eða þjónustu, hafi verið gert viðvart og/eða staðfest er að viti af samkomubanni og lokun leikskóla. 

Líkt og fram kemur í þeim upplýsingum sem vísað er til hér í tenglum er unnt að hafa samband við hjálparsíma Rauða Kross Íslands í síma 1717 - erindi sem varða áhyggjur eða fyrirspurnir þeirra sem dvelja í einangrun eða sóttkví.

Með kærri kveðju, 

Bragi Þór Thoroddsen - sveitarstjóri Súðavíkurhrepps 

 

Vefumsjˇn