Heilsueflandi Súðavíkurhreppur - gjaldfrjáls líkamsrækt og greiðsla tómstundastyrkja
Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps ákvað að halda í verkefni á árinu sem kallast Heilsueflandi samfélag, sem við síðan kjósum að kalla Heilsueflandi Súðavík.
Markmið verkefnisins er að efla lýðheilsu, með því að styrkja, líkamlegt, andlegt og næringaratgervi manna í Súðavík.
Fyrsti áfangi í þessu verkefni hefst á mánudaginn, en þá opnar líkamsræktin fyrir alla þá sem hafa náð sjálfræðisaldri, eða 18 ára. Til þess að fá aðgang þarf að skrá sig á skrifstofunni. Líkamsræktin verður, eins og áður hefur verið komið inn á, gjaldfrjáls í átakinu.
Þá geta foreldrar farið að skila inn kvittunum fyrir þátttökugjöldum í íþróttum og tómstundum. Endurgreiðslan er 20 þús. á hvert barn sem skráð er í sveitarfélagið. Skilyrði er að þátttökugjöldin séu hærri en sem endurgreiðslunni nemur.
Kvittunum og staðfestingu á greiðslu æfingagjalda skal skilað á skrifstofu sveitarfélagsins.