föstudagurinn 30. desember 2016
Gamlársgleði í Súðavík - dagskrá.
Kaupfélagið verður opið á morgun, laugardag, frá kl. 11 - 14.
Brennan í Súðavík hefst kl. 20, á sama stað og undanfarin ár, í fjörunni fyrir neðan skólann.
Flugeldasýningin verður um miðja brennu eins og venjulega.
Áramótagleði verður á Jóni Indíafara frá kl. 12 - 03. Hægt verður að kaupa öl á staðnum, eða "ekki".
Sjáumst kát á gamlársdag!