laugardagurinn 16. desember 2017
Aðvörun! - Mikið vatnaveður og asahláka á aðfararnótt mánudags
Aðvörun hefur borist frá ríkislögreglustjóra til almannavarnadeilda vegna mögulegra flóða, vatnavaxta og asahláku á aðfararnótt mánudags.
Bæjarstarfsmenn munu undirbúa ræsi um helgina og verða í viðbragðsstöðu vegna veðurspánnar.
Mikilvægt er að íbúar og húseigendur geri ráðstafanir vegna þessa.
Sími bæjarstarfsmanns er 863 - 1019, sveitarstjóra 698 - 4842 og slökkviliðsstjóra 861 - 4658, ef upplýsingar eða aðstoð vantar.